nuclearsafetykroppudNýlega kom út rit á geislavarnavefsetri Evrópusambandsins (ESB) með niðurstöðum samantektar frá 36 Evrópulöndum á tegundum og fjölda röntgenrannsókna og kjarnlæknisrannsókna (ísótóparannsókna).  Ritið heitir Medical Radiation Exposure of the European Population, Radiation Protection nr. 180.

Í ritinu koma fram upplýsingar frá 36 löndum sem byggjast á gagnavinnu í hverju landi á árunum 2008 – 2010.  Þá fylgir ritinu sérstök samantekt um viðmið fyrir geislaálag sjúklinga sem sett hafa verið í flestum þessara landa (sjá part 2).

Fram koma ítarlegar upplýsingar um geislaálag sjúklinga vegna flestra almennra röntgen- og kjarnlæknisrannsókna og hlutdeildar þeirra í hópgeislaálagi í hverju landi.

Samkvæmt þessu riti eru til staðar í flestum löndum Evrópu reglugerðarákvæði eða leiðbeiningar um eftirlit með hópgeislaálagi þjóðanna vegna notkunar jónandi geislunar innan læknisfræðinnar. Upplýsingar fengust um framkvæmd slíks eftirlits, tíðni og fleira, sem nýttar eru til þess að setja fram staðlaðar leiðbeiningar á þessu sviði.

Ritið er aðgengilegt hér:  Part 1 (5 MB) og Part 2 (3MB)