Í dag, 19. desember 2012, fór nýr vefur Geislavarna í loftið. Gamli vefurinn var frá því 2003 og hentaði illa kröfum nútímans. Nýi vefurinn er hannaður til að vera aðgengilegur á mismunandi vöfrum, hvort sem þeir eru í tölvu, spjaldtölvu eða síma. Talsverðar umbætur hafa einnig verið gerðar á útliti og skipulagi vefjarins. Mikilvægasta breytingin er þó aukið og auðveldað aðgengi starfsmanna Geislavarna að vefkerfinu og sparnaður stofnunarinnar á útseldri vinnu við viðhald hans.
Efni vefjarins er að mestu óbreytt en á komandi ári stendur til að uppfæra fræðsluefnið okkar.
Viðbúið er að til að byrja með finnist einhverjir annmarkar á nýja vefnum og biðjum við því lesendur að sýna okkur biðlund meðan við lærum inn á nýtt kerfi og uppfærum hlekkina. Hart er unnið að því að leysa úr öllum hnökrum sem finnast.
Í valröndinni hér að ofan er hlekkur á síðuna „Hafðu samband“. Lesendum vefjarins gefst þar kostur á að koma til okkar ábendingum um það sem betur mætti fara.