Námskeið sem haldið er í samvinnu við Endurmenntunarstofnun HÍ og einkum er ætlað ábyrgðarmönnum röntgentækja í læknisfræðilegri myndgreiningu. Haldið laugardaginn 23. október kl. 09-16.

Í lögum um geislavarnir (nr. 44/2003) er sú skylda lögð á eigendur röntgentækja að skipa ábyrgðarmann vegna notkunar þeirra í læknisfræðilegri myndgreiningu. Ábyrgðarmaður skal uppfylla skilyrði sem fram koma í lögunum og reglugerðum nr. 626/2003 og 640/2003. Námskeiðið er ætlað þeim starfsmönnum sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, læknastofa og annarra fyrirtækja sem hafa verið skipaðir eða stendur til að skipa sem ábyrgðarmenn vegna notkunar á röntgentækjum við sjúkdómsgreiningu. Markmið námskeiðsins er að tryggja viðeigandi þekkingu þeirra á geislun og geislavörnum í læknisfræðilegri myndgreiningu. Þátttaka í þessu námskeiði eða sambærileg þekking er skilyrði til þess að öðlast viðurkenningu Geislavarna ríkisins vegna ofangreinds lagaákvæðis. Námskeiðið er einnig mikilvæg upprifjun fyrir þá aðila sem þegar hafa hlotið þessa viðurkenningu.

Kennari/Umsjón: Guðlaugur Einarsson og aðrir starfsmenn Geislavarna ríkisins.

Tími: Lau. 23. okt. kl. 9:00-16:00.

Verð: 15.800 kr.

Skráning: http://www.endurmenntun.hi.is/heilbr_flokk.asp?ID=256H04