Geislavarnir og viðgerð á geislatækjum

Í samstarfi við Geislavarnir ríkisins.

Ætlað þeim sem annast uppsetningar, breytingar og viðgerðir á geislatækjum sem gefa frá sér jónandi geislun.

Í 20. grein laga nr. 44/2002 um geislavarnir er kveðið á um að þeir einir sem uppfylla kröfur Geislavarna ríkisins um þekkingu og reynslu mega annast viðgerðir, uppsetningar og breytingar á geislatækjum sem gefa frá sér jónandi geislun. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum tæknideilda sjúkrahúsa og fyrirtækja sem starfa við uppsetningar, viðgerðir, viðhald og breytingar á tækjum sem gefa frá sér jónandi geislun, þ.e. röntgentæki sem notuð eru í læknisfræðilegri myndgerð og lækningum, svo og tækjum sem innihalda eða nota geislavirk efni. Námskeiðið er einnig mikilvæg upprifjun fyrir þá sem nú þegar hafa hlotið þessa viðurkenningu. Þátttaka í þessu námskeiði eða sambærileg þekking er skilyrði til þess að öðlast viðurkenningu Geislavarna ríkisins vegna ofangreinds lagaákvæðis.

Kennari: Guðlaugur Einarsson og aðrir starfsmenn Geislavarna ríkisins.

Tími: Þri., 5. og fim. 7. okt. kl. 16:00-19:00 og fös. 8. okt. kl. 16:00-18:00 (verklegt) (2x).

Verð: 21.100kr

Skráning: http://www.endurmenntun.hi.is/heilbr_flokk.asp?ID=252H04