Verkefni geislafræðinga hjá stofnuninni eru fjölbreytt, meðal annars við leyfisveitingar og eftirlit, gæðamál, mat á geislaálagi, og gerð fræðsluefnis og leiðbeininga.

Umsóknarfrestur er til 5. febrúar næstkomandi og umsóknir skal senda á netfangið starf@gr.is, eigi síðar en 5.2.2018. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. júní næstkomandi.

Auglýsinguna í heild sinni má finna á Starfatorgi.

Geislavarnir ríkisins eru lítil stofnun þar sem starfsandi er góður. Við leitum að einstaklingi sem fellur vel inn í samhentan hóp starfsmanna og getur unnið sjálfstætt. Geislavarnir bjóða upp á góða starfsaðstöðu og hvetjandi starfsumhverfi. Starfið veitir góða möguleika til starfsþróunar og þátttöku í norrænum og alþjóðlegum verkefnum.

Geislavarnir eru með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum.