Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst áhuga og metnaðar í starfi. Áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæði, vönduð og áreiðanleg vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni.

Helstu verkefni eru fjármál, skjalavistun og útgáfa.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf
  • Mjög góð íslenskukunnáttu og gott vald á ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af bókhaldsvinnu er nauðsynleg og reynsla af fjárhagskerfi ríkisins æskileg

Um er að ræða 80 – 100 % framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2012.
Umsóknir skulu berast til:
Geislavarnir ríkisins, Rauðarárstíg 10, IS-150 Reykjavík, eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@gr.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið og stofnunina er að finna hér.

Einnig veitir Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, s: 440 8208 (edo@gr.is) nánari upplýsingar um starfið.

…………………….

Staðan 20.8.2012

Umsóknum er safnað í læst mál í skjalavistunarkerfi. Send er út staðfesting á móttöku umsóknar eins fljótt og auðið er.

Vinna við umsóknir hefst þegar umsóknafresti lýkur. Stefnt er að því að svara öllum umsækjendum, í síðasta lagi 20. september 2012.

…………………….

3.9.2012

Umsóknafrestur er liðinn. Alls bárust 45 umsóknir en ein þeirra hefur verið dregin til baka. Vinna við að og leggja mat á umsóknir miðað við forsendur auglýsingar, hefst í lok þessarar viku.

Geislavarnir ríkisins, þakka öllum þeim sem sýndu starfinu áhuga með því að senda inn umsókn.