Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst áhuga og metnaðar í starfi. Áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæði, vönduð og áreiðanleg vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni.

Helstu verkefni eru vegna læknisfræðilegrar notkunar jónandi geislunar, viðbúnaðar við geislavá og þátttaka í tengdum verkefnum.

 

Starfið býður upp á mikla möguleika til þróunar í starfi og þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í eðlisfræði eða öðrum raungreinum, geislafræði, verkfræði og tæknifræði.
  • Mjög góð íslenskukunnáttu og gott vald á ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta

Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2014.
Umsóknir skulu berast til:  Geislavarnir ríkisins, Rauðarárstíg 10, IS-150 Reykjavík, eða rafrænt á netfangið: starf@gr.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið og stofnunina er að finna hér.

Upplýsingar um starfið veitir: Sigurður M. Magnússon, forstjóri, s: 440 8200 (smm@gr.is)

 

Auglýsingin á Starfatorgi