Geislavarnir starfsfólks

Á sama hátt og reynt er að nota eins lága geislun og mögulegt er við læknisfræðilega myndgreiningu, er starfsfólki sem starfar við jónandi geislun uppálagt að verða ekki fyrir meiri geislun en sem svara til ákveðins hámarks á hverju ári.  Venjuleg störf á myndgreininga- og geislameðferðardeildum á ekki að hafa í för með sér umtalsverða geislun á starfmenn viðkomandi deilda.  Yfirleitt geta starfsmenn staðið bakvið viðeigandi skerma eða að þeir nota blýsvuntur, blýhanska, hálskraga og blýgleraugu, við störf sín. Fylgst er reglulega með geislaskömmtum sem starfsmenn verða fyrir við vinnu með jónandi geislun og geislaskammtar hvers og eins eru skráðir. Geislaskammtar starfsmanna á sjúkrahúsum eru lágir miðað við leyfilegt hámark, enda er unnið samkvæmt þeirri reglu að halda eigi allri geislun eins lítilli og mögulegt er.

Sjá einnig:  Skýrslur GR um geislaálag starfsmanna