Notkun jónandi geislunar við dýralækningar, bæði við greiningu og meðferð sjúkdóma, hefur aukist mjög undanfarin ár.  Í ljós hefur komið að oft er geislavörnum ábótavant.  Þess vegna hefur Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) nýlega gefið út rit um geislavarnir og öryggi við dýralækningar: Radiation Protection and Safety in Veterinary Medicine.

Í ritinu er að finna leiðbeiningar um geislavarnir við töku röntgenmynda og notkun geislunar við meðferð sjúkdóma í dýrum, með það að markmiði að tryggja öryggi þeirra sem að geisluninni koma.

Í ritinu er einnig fjallað um leiðir til að minnka geislun, á starfsmenn og aðra sem kunna að vera nálægt, t.d. þá sem þurfa að styðja eða halda við dýrin.

Ritið er einkum ætlað þeim sem nota geislun við dýralækningar og eftirlitsaðilum.

Ritið má nálgast á vefsíðu IAEA hér