Átta manna lið Geislavarna ríkisins vann lið Hjartaverndar í keilukeppni þann 18. maí síðastliðinn og fékk þar með bikar til varðveislu og áskorendarétt.

Starfsfólk Hjartaverndar hefur núna í tæpt ár skorað á röntgenmynd-greiningardeildir sjúkrahúsa og fyrirtækja í keilukeppni og farið með sigur af hólmi í öllum viðureignum sínum. Raförninn hf gaf bikar til keppninnar (sjá nánar www.raforninn.is). Um það bil 10 stofnanir og fyrirtæki hafa tekið þátt í þessari keppni fram að þessu, en í haust er útlit fyrir að fyrirkomulag keppninnar verði breitt í riðlakeppni. Það fyrirkomulag mun gefa fleiri deildum og fyrirtækjum tækifæri á að keppa við fleiri andstæðinga.

Þessi keppni hefur gefið myndgreiningarfólki kost á að kynnast á skemmtilegan hátt og eiga Hjartavernd og Raförninn hrós skilið fyrir að koma henni á fót.