Úr með tölustöfum og vísum sem hafa verið málaðir með geislavirka efninu Ra-226 eru nú safngripir þar sem framleiðslu þeirra var hætt fyrir hálfri öld síðan. Í tilefni af því að sérfræðingar stofnunarinnar fengu eitt slíkt úr til greiningar var unnið fræðsluefni um geislavirkar úrskífur og radín á Íslandi sem sett var á vefsíðu stofnunarinnar (Geislavirkar úrskífur og radín [PDF 85kB]).

Það kann að koma mönnum á óvart að íslenskir úrsmiðir höfðu búnað til að útbúa slíkar úrskífur og einnig að Íslendingar fluttu inn geislavirkt radín-salt sem lyf til neyslu. Frá þessu er sagt í fræðsluefninu.

Þeir sem kunna að búa yfir frekari upplýsingum um innflutning og notkun Íslendinga á Radín eru hvattir til að hafa samband við stofnunina.