Meðal verkefna Geislavarna ríkisins er að hafa umsjón með mælingum á geislaálagi geislastarfsmanna á Íslandi.  Nú hefur um nokkurt skeið verið boðið upp á mælingar á geislaálagi á fingur með TLD-hringjum og er þessi þjónusta einkum ætluð geislastarfsmönnum sem vinna með opnar geislalindir.

Geislaálag á fingur eru mælt með TLD-hringjum frá Landauer í Bretlandi.

Í reglugerð 1290/2015 er kveðið á um leyfilegt hámark árlegs hlutgeislaálags á húð geislastarfsmanns og er það 500 mSv.  Mælingar á geislaálagi á fingur eru gerðar til þess að sýna fram á að geislun sé ekki umfram þessi mörk.

Starfsmenn bera hring á vísifingri ríkjandi handar með geislanemann (merkið á hringnum) lófamegin.  Mælt er í einn mánuð í senn, hringar eru sendir í aflestur og notendur fá upplýsingar um mæliniðurstöður u.þ.b. mánuði eftir að mælitímabili lýkur.

Við túlkun á niðurstöðum er nauðsynlegt er að hafa í huga að geislaálag á fingurgóma er alltaf meira en geislaálagið sem hringurinn mælir vegna þess að fingurgómar eru nær uppsprettu geislunarinnar.

Lesa má nánar um mælingar með TLD-hringjum á geislaálagi fingra hér.