Geislavarnir ríkisins hafa undanfarin ár átt gott samstarf við Tollstjóra um að hefta innflutning og notkun hættulegra leysibenda. Í frétt á vefsíðu Tollstjóra segir að hald hafi verið lagt á fimmtíu leysibenda á árinu.

Samkvæmt reglugerð nr. 954/2011 er innflutningur öflugra leysibenda tilkynningarskyldur og notkun þeirra óheimil án leyfis. Leysibendar sterkari en 1 mW teljast öflugir. Geislavarnir ríkisins veita ekki leyfi til notkunar öflugra leysibenda nema ríkar ástæður séu til. Engin þörf er á öflugri leysibendi en 1 mW við alla venjulega notkun og leysibendar sem seldir eru almennum neytendum mega aldrei vera sterkari en það. Vegna tækniframfara verða sterkustu leysibendarnir stöðugt öflugri og voru sterkustu leysibendarnir sem reynt var að flytja inn á árinu 2500 mW.

Flestir þeir sem reynt hafa að flytja inn leysibenda hafa ekki sótt um leyfi til notkunar þeirra enda hafa Geislavarnir ríkisins hafnað flestum umsóknum sem borist hafa.

Nánar um flokkun leysibenda.

Tengdar fréttir á vef Geislavarna:

Um markaðseftirlit með leysibendum (03.12.2013)

Alvarlegur augnskaði af völdum leysibendis (30.05.2013)

Eftirlit Geislavarna með leysibendum á markaði (12.04.2012)

Takmarkanir settar á innflutning og notkun leysa og leysibenda (21.10.2011)

Norsk stúlka missti sjónina af völdum leysibendis (30.11.2010)

Hvatt til innflutningstakamarkana og banns á almennri notkun öflugra leysibenda í Evrópu (12.11.2010)