Sól, símar og rafsegulsvið

Geislavarnir ríkisins fylgjast með umræðu og erlendum greinaskrifum um áhrif rafsegulsviða á mannslíkamann. Stofnunin hefur einnig gert fjölda mælinga til að staðfesta að styrkur þessara sviða sé undir viðurkenndum viðmiðunarmörkum.

Á Íslandi sem og annars staðar í heiminum hefur almenningur sýnt umræðu um hugsanleg heilsufarsleg áhrif rafsegulsviða mikinn áhuga og Geislavarnir hafa því birt margar fréttir um þessa umræðu á vefsíðu sinni. Oft hefur verið vísað í tengla hjá dagblöðum eða erlendum stofnunum sem síðar hafa orðið óvirkir. Stundum má einnig gera ráð fyrir að fréttir séu orðnar úreltar vegna þess að nýrri eða betri gögn hafi komið fram.

Hér að neðan eru hlekkir og greinar um sól, ljós og rafsegulsvið.