HERCA, samtök evrópskra geislavarnastofnana, standa nú að herferðinni: Rétt myndgreining fyrir sjúklinginn minn. Markmiðið með herferðinni er að vekja lækna sem senda sjúklinga í myndgreiningarrannsóknir til umhugsunar um hvað sé best fyrir sjúklinginn í hvert sinn.

Herferðin hefst í dag, á röntgendeginum 8. nóvember og munu 19 Evrópulönd taka þátt. Markmiðið er að auka vitund um viðeigandi notkun á læknisfræðilegri notkun jónandi geislunar til myndgreiningar.

HERCA hvetur alla lækna til að spyrja sig ákveðinna spurninga í hvert sinn sem myndgreiningarrannsókn er valin, meðal annars um:

  • hverju rannsókn muni bæta við greiningu sjúklings – sjá HERCA bækling hér
  • hvort álíka rannsókn hafi verið gerð nýlega – sjá HERCA bækling hér
  • hvort hægt sé að velja aðferð sem ekki notar jónandi geislun – sjá HERCA bækling hér
  • hvort sjúklingur viti að notkun jónandi geislunar fylgir áhætta – sjá HERCA bækling hér
  • hvernig hægt sé að tryggja að sjúklingur fari í þá rannsókn sem best eigi við hverju sinni – sjá HERCA bækling hér
  • af hverju sé mikilvægt að spyrja um mögulega þungun – sjá HERCA bækling hér
  • hvað þurfi að íhuga áður en barn er sent í myndrannsókn – sjá HERCA bækling hér

Ef rétt rannsókn er valin í upphafi fær sjúklingurinn greiningu á sem stystum tíma og það getur flýtt fyrir að meðferð hefjist og aukið batahorfur.

Spurningarnar í heild sinni og efni sem tengist þeim öllum er aðgengilegt á heimasíðu HERCA, www.herca.org.