Nýlega voru birtar á vefsetri Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) nýjar leiðbeiningar um réttlætingu læknisfræðilegra rannsókna þar sem notuð er jónandi geislun. Leiðbeiningarnar voru samþykktar til birtingar á 13. fundi HERCA þann 12. júní síðastliðinn.  Heiti leiðbeininganna er „Justification of Individual Medical Exposures for Diagnosis: A HERCA Position Paper“. Hlutverk leiðbeininganna er að skýra og árétta hlutverk og ábyrgð viðkomandi hagsmunaaðila við réttlætingu slíkra rannsókna.  Til grundvallar eru ákvæði um réttlætingarferlið í nýrri tilskipun Evrópusambandsins um geislavarnir (European Basic Safety Standards (BSS) Directive 2013/59/Euratom).

Viðeigandi verklag við réttlætingu rannsókna er talið hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr geislaálagi einstakra sjúklinga og sjúklinga í heild.

Helstu þættir leiðbeininganna eru:

– Réttlæting þarf að liggja fyrir áður en rannsókn fer fram. Fram komi eftirfarandi þættir:

  • nægilegar upplýsingar um klínískt ástand sjúklingsins eins og við á fyrir viðkomandi rannsóknarbeiðni
  • greiningarspurning(ar) sem leitað er svara við
  • upplýsingar um fyrri eða samhliða rannsóknir eins og við á
  • ákvörðun um framkvæmd viðeigandi myndgreiningarrannsóknar, þar sem getið er rannsókna sem ekki hafa í för með sér notkun jónandi geislunar
  • rekjanleiki ofangreindra þátta til tilvísanda og ábyrgðarmanns

– Hlutverk eftirlitsaðila er að sjá til þess með laga- og/eða reglugerðarramma að til staðar séu skýrar og ótvíræðar kröfur um réttlætingu og ábyrgð hlutaðeigandi. Eftirlit skal vera til staðar um framkvæmdina

– Hlutverk viðkomandi leyfishafa og þeirra starfsmanna sem að koma. Sýna skal að farið sé eftir þessum kröfum með skráðum verklagsreglum og vinnulýsingum ásamt skráningum fyrir hverja einstaka geislun, þannig að ljóst sé að sérhver geislun hafi verið metin og taki af allan vafa um að farið hafi verið að kröfum.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér (pdf, 314 KB)

Eldri fréttir frá HERCA á vefsetri Geislavarna eru t.d. :

30.06.2014: Samstarf geislavarnayfirvalda og iðnfyrirtækja í Evrópu

23.06.2014 : Sigurður M. Magnússon áfram formaður HERCA

10.07.2013 : Ný skýrsla frá Samtökum evrópskra geislavarnastofnana um samræmingu viðbragða við geislavá

27.06.2013 :  Stjórn Samtaka evrópskra geislavarnastofnana fundar á Íslandi

07.05.2013 : Fundur í evrópskum vinnuhóp um læknisfræðilega notkun jónandi geislunar

09.10.2012 : Afstaða Samtaka evrópskra geislavarnastofnana til skimunarrannsókna á einkennalausum einstaklingum

10.01.2012 : Aukið samstarf Samtaka evrópskra geislavarnastofnana við framleiðendur tölvusneiðmyndatækja.

13.12.2011 : Ísland tekur við formennsku í Samtökum evrópskra geislavarnastofnana.

12.01.2011 : Yfirlýsing HERCA um réttlætingu notkunar röntgentækja við öryggisskimun.