herca-logo-230x155Nýlega var birt yfirlýsing á vefsetri HERCA (Samtök evrópskra geislavarnastofnana) um stjórnun geislaálags við tölvusneiðmyndarannsóknir (TS), þar á meðal hvernig stuðla megi að umbótum með menntun og þjálfun starfsmanna og um hlutverk framleiðenda. Yfirlýsingin var samþykkt til birtingar á 14. fundi HERCA 2014. Heiti hennar á ensku er: „The process of CT dose optimisation through education and training and role of CT manufacturers“.

Markmiðið er að skýra og árétta mikilvægi þess að stjórna geislaálagi sjúklinga við TS-rannsóknir og undirstrika hlutverk og ábyrgð viðkomandi hagsmunaaðila í því ferli. Yfirlýsingin er árangur af samstarfi HERCA, framleiðenda TS tækja (COCIR) og notenda TS-tækja. Leiðbeiningarnar voru m.a. kynntar á samráðsfundi með fjölda hagsmunaaðila, sem haldinn var í París þann 1. apríl 2015.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér (pdf 260 KB)