Almenningur á orðið auðvelt með að eignast öfluga leysibenda sem stundum eru meira en eitt hundrað millivött. Samfara auknum fjölda slíkra leysa hefur misnotkun þeirra aukist. Þeir eru notaðir til að áreita almenning, lögreglu og flugmenn. Sá sem verður fyrir geisla slíkra leysa getur hlotið varanlegan augnskaða, jafnvel orðið blinur. Alvarleg slys geta orðið ef stjórnendur farartækja blindast.

Vandinn er hinn sami á öllu evrópska efnahagssvæðinu en leysibendarnir öflugu eru einkum framleiddir í löndum utan þess. Mörg evrópulönd hafa nú þegar innleitt löggjöf um leysa. Slík löggjöf er þó ófullnægjandi þar sem aðildarríki efnahagssvæðisins geta ekki stöðvað viðskipti yfir landamæri frá öðru aðildarríki.

Af þessari ástæðu hafa geislavarnastofnanir Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Íslands lagt til við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að innflutningur öflugra leysibenda verði takmarkaður og að almenn notkun þeirra verði bönnuð, sjá bréf dagsett 3. Nóvember 2010.

Á Íslandi er notkun öflugra leysa sem ljósabúnaðar á stöðum sem almenningur hefur aðgang að háður leyfi Geislavarna ríkisins. Fræðsluefni um leysa er að finna á heimasíðu stofnunarinnar.

Frekari upplýsingar veitir:

Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna ríkisins,
sími 552 8200

12.11.2010