Ráðstefna Alþjóðageislavarnasamtakanna (International Radiation Protection Association, IRPA) var haldin í Glasgow í maí á þessu ári og sóttu hana um 1500 félagsmenn víðsvegar að úr heiminum. Meðal nýjunga á ráðstefnunni var að hægt var að fylgjast með hluta hennar á netinu og notfærðu þúsundir félagsmanna sér það. Helsta viðfangsefni ráðstefnunnar var slysið í Fukushima í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan árið 2011, afleiðingar þess og hvaða lærdóm má af því draga. Einnig var mikið fjallað um geislavarnir í læknisfræði, en notkun geislunar í læknisfræði hefur aukist verulega á undanförnum árum.

Nú eru öll ráðstefnugögn aðgengileg á vefsetri ráðstefnunnar.

Næsta alþjóðlega ráðstefna samtakanna verður haldin í Suður-Afríku árið 2016, en svæðisráðstefna Evrópufélaganna verður haldin í Genf árið 2014. Frekari upplýsingar um Alþjóðageislavarnasamtökin er að finna á heimasíðunni http://www.irpa.net/