Tvö sumarstörf fyrir námsmenn eru í boði hjá Geislavörnum ríkinsins sumarið 2020.  Sótt er um störfin á vef Vinnumálastofnunar og umsóknarfrestur rennur út 7. júní 2020.

Ef þú hefur menntun í geislafræði eða eðlisfræði og hefur áhuga á að starfa hjá Geislavörnum ríkisins þá hvetjum við þig til að hafa samband.

Sendu póst á netfangið starf@gr.is eða hringdu í síma 440 8200.  Elísabet aðstoðarforstjóri svarar spurningum um laus störf á hverjum tíma.

Ef þú vilt kynna þér starfsemi Geislavarna almennt er velkomið að senda okkur erindi þess efnis eða póst á netfangið gr@gr.is.