Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða fjármálafulltrúa til starfa við stofnunina. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem traust og nákvæm vinnubrögð eru nauðsynleg. Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með innkaupum
- Greiðsla reikninga og samþykki reikninga í fjárhaldskerfi ríkisins
- Innheimta reikninga í tekjubókhaldskerfi ríkisins
- Annast uppgjör á greiðslukortareikningum og bankareikningi
- Þátttaka í gerð rekstraráætlana
- Umsjón með ferðaheimildum, ferðareikningum og akstursdagbókum
- Þróun verkferla sem snúa að fjármálum
- Umsjón með tímaskráningu starfsmanna og orlofi
- Eftirlit með greiðslu launa og annarra kostnaðargreiðslna til starfsmanna
- Móttaka erinda, m.a. skráning erinda í málaskrá
Starfið getur einnig að hluta falið í sér vinnu við önnur verkefni eftir menntun, áhuga og reynslu starfsmanns.
Hæfniskröfur
- Stúdentspróf er nauðsynlegt
- Reynsla og þekking á sviði fjármála er nauðsynleg
- Sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg
- Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir
- Mjög góð íslenskunnátta er nauðsynleg
- Góð tölvufærni er nauðsynleg
- Þekking á fjárhaldskerfum ríkisins er æskileg
- Önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Góð enskukunnátta er kostur
- Þekking á gæðamálum er kostur
- Þekking á skjalastýringu er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Geislavarnir ríkisins eru 12 manna vinnustaður þar sem starfsandi er góður eins og niðurstöður í könnun Sameykis Stofnun ársins sýnir. Við leitum að einstaklingi sem fellur vel inn í samhentan hóp starfsmanna, vinnur vel, bæði sjálfstætt og í teymi og sýnir frumkvæði í starfi. Geislavarnir bjóða upp á möguleika til að móta eigið starf, góða starfsaðstöðu og hvetjandi starfsumhverfi með sveigjanlegum vinnutíma. Starfið býður upp á góða möguleika til starfsþróunar. Geislavarnir eru með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001:2015 en það felur m.a. í sér að allir verkferlar eru skráðir og í stöðugri þróun. Hjá Geislavörnum er vinnuvikan 36 klst. fyrir fullt starf. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.gr.is.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá með stuttu kynningarbréfi og afriti af prófskírteini. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Geislavarnir áskilja sér rétt til að ráða ekki í starfið.
Starfshlutfall er 50-100%.
Umsóknarfrestur er til og með 21.04.2023.
Nánari upplýsingar veitir
Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri – starf@gr.is – 4408210