Samkvæmt geislavarnatilskipun Evrópusambandsins (Directive 97/43/Euratom) grein 6.4. er gert ráð fyrir því að hvert aðildarland setji sér reglur um klínískt endurmat (e. clinical audit) í læknisfræðilegri notkun jónandi geislunar (læknisfræðileg myndgreiningu, kjarnrannsóknir og geislameðferð). Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á vegum sambandsins árið 2003 í Finnlandi kom fram að verulegur munur var á því hvort og þá að hve miklu leyti aðildarlöndin framfylgdu þessu ákvæði í tilskipuninni. Árið 2006 var gerður samningur við finnsku geislavarnastofnunina (www.stuk.fi) um að standa fyrir gerð leiðbeininga um þetta efni og eru þær núna að birtast.

Klínískt endurmat er samkvæmt skilgreiningu ritsins, kerfisbundin rannsókn eða skoðun á læknisfræðilegri notkun jónandi geislunar. Markmiðið er að bæta gæði og árangur í meðferð sjúklinga með skipulagðri skoðun á aðferðum, verkferlum og árangri notkunarinnar, sem borin er saman við viðurkenndar og rýndar aðferðir og staðla. Gerðar eru breytingar á aðferðum og verkferlum þar sem slíkt er talið nauðsynlegt og nýjir staðlar teknir í notun.

Ritið er aðgengilegt hér ( 675 pdf)

18. maí 2010

GE