Um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja gildir reglugerð nr. 171/2021. 

Leysum og leysibendum er skipt í flokka eftir áhættunni sem fylgir notkun þeirra. Hætta á augnskaða og öðrum skaða eykst m.a. með afli leysis. Leysar og leysibendar eiga að vera merktir með upplýsingum um hvaða flokki þeir tilheyra.  

Nánar um flokkun leysa og leysibenda.  

Öflugir leysar og leysibendar geta valdið alvarlegum skaða á augum og húð ásamt því að geta valdið íkveikju. IPL-tæki geta valdið sambærilegum skaða og leysar. Augað getur hlotið skaða af sterku ljósi frá IPL-tækjum og húðin getur brunnið.  

Leysibendar hafa verið á markaði í áratugi en tækniframfarir hafa leitt til fjöldaframleiðslu á leysibendum sem geta haft meira en 100 sinnum meira afl en áður var. Á Íslandi eru dæmi um að aflmiklir leysibendar hafi valdið varanlegum augnskaða. Eins geta hlotist alvarleg slys ef leysibendum er beint að stjórnendum farartækja. Á Íslandi hafa komið upp tilvik þar sem illa hefði getað farið þegar geislum úr leysibendum hefur verið beint að flugvélum í aðflugi. 

Nánar um áhættur við notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja.  

Leyfi þarf til notkunar öflugra leysa í flokki 3R og 4 og leysibenda í flokki 3B, 3R og 4, nema um sé að ræða tæki í læknisfræðilegri notkun eða notkun í fegrunarskyni. Innflutningur öflugra leysa, öflugra leysibenda og IPL-tækja er tilkynningarskyldur. 

Eyðublöð vegna innflutnings og notkunar má finna hér. 

Ráðleggingar varðandi notkun leysa, leysibenda og IPL tækja í fegrunarskyni