Þann 21. maí síðastliðinn tók Landspítalinn í notkun nýjan línuhraðal við geislameðferð, sem gegnir veigamiklu hlutverki í krabbameinslækningum. Nýi línuhraðallinn, sem er af gerðinni Varian TrueBeam, gefur kost á umtalsvert nákvæmari innstillingu á geisla en einnig er val um öflugri geislun en áður.

Sjá nánar um tækið á vefsíðu LSH.

Geislavarnir ríkisins óska spítalanum til hamingju með þetta tæki.

 

 

Varian TrueBeam línuhraðall