Geislavarnir ríkisins hafa talið ljósabekki á landinu snemma árs 2005, 2008 og 2011. Til höfuðborgarsvæðis eru hér talin sveitarfélögin Reykjavík, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur og Seltjarnanes. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Fjöldi bekkja                 

2005

2008

2011

Höfuðborgarsvæðið

144

98

76

Landsbyggðin

133

98

92

Ísland

277

196

168

 

Bekkir eru hlutfallslega fleiri á 1000 íbúa úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu, sbr. töflu að neðan.

                           

Fjöldi bekkja á 1000 íbúa

2005

2008

2011

Höfuðborgarsvæðið

0,8

0,5

0,4

Landsbyggðin

1,1

0,8

0,7

Ísland

0,9

0,6

0,5

 

Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna ekki neinn mun á ljósabekkjanotkun á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Líklega eru ljósabekkir úti á landi ekki nýttir jafnvel og bekkir á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru margir staðir sem leigja ljósabekki annaðhvort íþróttahús eða sundlaugar þar sem nýting bekkjanna skiptir ekki öllu máli fyrir reksturinn en á höfuðborgarsvæðinu eru nær allir bekkir hjá sólbaðsstofum

 

Þessar tölur benda til þess að mjög hafi dregið úr notkun ljósabekkja. Notkunin var líklega mest í kringum árið 1988 en þá töldu Geislavarnir ríkisins 207 bekki á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

 

ÞS