Mælifræði geislavarna

Námskeið Endurmenntunarstofnunar Háskólans í samvinnu við Geislavarnir ríkisins, 11. október 2006

Dagskrá

9:30 – 10:30   Jónandi geislun – eðli hennar og áhrif.

Fyrirlesari:  Sigurður Emil Pálsson

Efni:  Eðli jónandi geislunar (hvað skilur hana frá öðrum tegundum geislunar) og líffræðileg áhrif hennar.  Víxlverkun jónandi geislunar og efnis.

10:30 – 10:50 kaffihlé

10:50 – 12:00  Mælifræði jónandi geislunar – grunnur.

Fyrirlesari: Sigurður Emil Pálsson

Efni:  Mælistærðir sem eru notaðar til að lýsa jónandi geislun.  Eðlisfræðilegar stærðir og stærðir sem taka einnig tillit til líffræðilegra áhrifa, kostir og takmarkanir þessara stærða, einingar.

12:00 – 13:00  Matarhlé

13:00 – 13:45  Gæðatrygging í mælingum á geislaálagi.

Fyrirlesari: Þorgeir Sigurðsson

Efni: Lagaskyldur um mælingar og skráningu, aflestur DAP, DLP og virkni-mæla, notkun leiðréttinga og kvörðunarstuðla

13:45 – 14:00  Kaffihlé

14:00-14:45  Mælifræði í Svíþjóð. 

Fyrirlesari Jan-Erik Grindborg

Efni: Fyrirkomulag geislamælifræði í Svíþjóð, rekstur kvörðunarstofu (SSL) og þjónusta sænsku geislavarnanna sem m.a. býðst Íslendingum.

14:45- 15:15  Umræður og samantekt