Í lok júlí gerðu Geislavarnir ríkisins mælingar á rafsegulgeislun frá fjarskiptasendum á Úlfarsfelli. Mælingar voru gerðir á styrk rafsviðs á mismunandi stöðum umhverfis mastrið sem sendarnir eru festir á. Áður en mælingarnar voru gerðar var svæðið skannað til að meta breytileika og að finna þá staði sem voru með hæst gildi.  Alþjóðageislavarnaráðið fyrir ójónandi geislun (ICNIRP) settur viðmiðunarmörk fyrir styrk rafsegulgeislunar fyrir almenning frá fjarskiptasendum og þau viðmiðunarmörk eru í gildi á Íslandi.

Niðurstöður mælinga Geislavarna sýna að geislunin er alltaf langt undir viðmiðunarmörkum ICNIRP. Styrkur rafsviðs mældist hæst tæplega 16% af viðmiðunarmörkunum. Á nýja útsýnispallinum (mælipunktur 1, sjá mynd) mældist styrkur rafsviðs tæplega 15% af viðmiðunarmörkunum. Kort af svæðinu (a), ásamt dæmi um mæliuppsetningu (b) má sjá á mynd.

Nánar verður fjallað um þessar mælingar og aðrar mælingar á rafsegulgeislun frá fjarskiptasendum í skýrslu sem birt verður síðar á árinu.

Mynd af mælistöðum og mælitæki