Dæmigert geislaálag vegna tiltekinna rannsókna er hægt að reikna út frá dæmigerðum geislaskömmtum með því að nota viðeigandi breytistuðla.  Athugið að þessir breytistuðlar eru ekki ætlaðir til þess að reikna geislaálag einstaklinga í ákveðnum rannsóknum heldur aðeins til þess að finna dæmigerðar tölur byggt á gögnum um hópa fólks.

Í töflunni eru breytistuðlar fyrir nokkrar rannsóknir úr riti Evrópuráðsins nr. 154: European Guidance on Estimating Population Doses from Medical X-Ray Procedures.

Geislaálag, í mSv, er reiknað með því að margfalda geislaskammt (lengdargeislun eða flatargeislun) með viðeigandi breytistuðli úr töflunni hér fyrir neðan.

 

Líkamshluti rannsakaður:

Breytistuðull fyrir röntgen
(mSv/Gy cm2)

Breytistuðull fyrir tölvusneiðmyndir
(mSv/mGy cm)

Höfuð

0,0021

Háls

0,0059

Lungu

0,18

0,014

Brjósthryggur

0,19

0,014

Lendhryggur

0,21

0,015

Kviður

0,26

0,015

Mjöðm/mjaðmagrind

0,29

0,015

Kransæðar

0,2

0,014