Vísindanefnd Evrópusambandsins um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu (SCHENIR) tók saman niðurstöður rannsókna og birti álit árið 2009 á áhrifum rafsegulsviða á fólk, þar á meðal frá farsímum, háspennulínum og útvarpssendum. Nú er unnið að uppfærslu þessa álits og hafa niðurstöður verið kynntar, m.a. á fundi ráðgjafanefndar WHO í Genf 4. júní síðastliðinn.

Segja má að meginniðurstaðan árið 2014 sé óbreytt mat frá árinu 2009. Þá var tekin saman mjög læsileg skýrsla sem finna má hér (á ensku): http://ec.europa.eu/health/scientific_committees/opinions_layman/en/electromagnetic-fields/index.htm

Ef faraldsfræðilegar athuganir fyrir rafsegulsvið með lága tíðni (t.d. umhverfis háspennulínur) eru teknar saman má sjá aukna tíðní hvíblæðis í börnum, sé segulsvið á heimilum þeirra yfir 0,4 µT að staðaldri. Hvorki hefur þó enn tekist að skýra þessar niðurstöður, t.d. með rannsóknum á dýrum, né staðfesta að hvítblæðið orsakist í raun af rafsegulsviðinu enda er hvítblæði í börnum sjaldgæfur sjúkdómur og óalgengt að þau séu að staðaldri í segulsviði af þeim styrk.

Fyrir rafsegulsvið með háa tíðni hefur ekki enn tekist að skera úr um með vissu hvort mikil notkun farsíma í langan tíma hafi aukið tíðni heilaæxla.

Notkun þráðlausra neta hefur aukist mikið á undanförnum árum en í skýrslunni kemur fram að farsímar (tækin sjálf) séu áfram meginuppspretta geislunar á fjarskiptatíðnum sem fólk verður fyrir. Í samanburði við þá geislun er t.d. geislun frá farsímasendum og beinum á heimilum og í skólum lítil.

Bráðabirgðniðurstöðurr SCHENIR má finna hér (á ensku): http://ec.europa.eu/health/scientific_committees/emerging/docs/scenihr_o_041.pdf