Þann 6. september næstkomandi bjóða Geislavarnir ríkisins, Námsbraut í geislafræði við HÍ, Félag íslenskra röntgenlækna og Félag geislafræðinga til fyrirlesturs sem Christopher Clement, vísindaritari Alþjóða geislavarnaráðsins (ICRP) heldur um læknisfræðilega notkun geislunar.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Too much medical radiation? og verður haldinn í Veröld – húsi Vigdísar að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík, þann 6. september 2017 kl. 16:45.

Notkun jónandi geislunar í læknisfræði hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og vegur nú þungt í geislaálagi jarðarbúa. Vegna þess hefur Alþjóða geislavarnaráðið (International Commission on Radiological Protection, ICRP) í auknum mæli lagt áherslu á ráðleggingar um geislavarnir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna svo sem við inngripsrannsóknir og geislameðferð sem og við notkun geislavirkra efna við greiningu og meðferð. Sérstök áhersla hefur verið lögð á réttlætingu notkunar sem og leiðbeiningar fyrir lækna og upplýsingar fyrir almenning.

Sem fyrr segir hefst fyrirlesturinn kl 16:45 en veitingar verða á staðnum frá 16:15.  Aðgangur er ókeypis en skrá þarf þátttöku, hér,  fyrir 4. september.