Fyrirkomulag námskeiðs

I. hluti, fjarnám. Námsefni hér neðar.

Hver og einn fer yfir efnið á sínum hraða og klárar áður en hluti 2 byrjar.

Námsefnið samanstendur af veffyrirlestrum á íslensku, myndböndum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni og völdum vefsíðum.

Áætlaður tími fyrir þennan hluta er 2-3 klst.

II. hluti, kennslustund. Námsefni sent í tölvupósti til þátttakenda hverju sinni.

Þátttakendur skrá sig í fjarkennslu eða staðkennslu (Reykjavík).  Ljúka þarf hluta I með prófi áður en mætt er í kennslustund.

Áætlaður tími fyrir þennan hluta er 2-3 klst.

Taka þarf próf á vef úr öllu efninu eftir að kennslustund lýkur, hver á sínum hraða og tíma. Til að ljúka námskeiði þarf  að ná 80% árangri á prófinu.

Námsefni Hluti I

Myndbönd frá IAEA

Hluti 2

Fyrirlestrar um:

  • Upphaf geislavarna
  • Geislaskaða
  • Varnir gegn ytri geislun
  • Skyldur aðila
  • Áherslur og eftirlit GR