Þrjú námskeið verða haldin á næstunni á vegum Geislavarna ríkisins, tvö námskeið verða haldin í mars og eitt í apríl.

Námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn skermaðra geislatækja sem notuð eru við farangursskoðun, gæðaeftirlit, framleiðslustýringu, efnagreiningu og efnisprófanir verður haldið þann 5. mars.

Námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn vegna notkunar lokaðra geislalinda sem notaðar eru í iðnaði verður haldið þann 12. mars.

Þann 2. apríl verður svo námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn sem tengjast notkun geislatækja í læknisfræðilegum tilgangi.

Geislavarnir ríkisins gera kröfu til allra ábyrgðarmanna geislatækja að þeir sæki námskeið stofnunarinnar og er það ein af þeim ráðstöfunum sem gerðar eru til að tryggja örugga notkun.  Ábyrgðarmenn gegna því mikilvæga hlutverki að tryggja að starfsemin sé í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og reglur settar samkvæmt þeim.

Þá gera Geislavarnir ríkisins einnig kröfu til þeirra sem annast uppsetningu, viðhald og viðgerðir á geislatækjum, að þeir hafi viðeigandi þekkingu og reynslu og viðurkenningu frá stofnuninni.  Til þess að hljóta þá viðurkenningu þurfa tæknimenn meðal annars að sækja námskeið eins og hér um ræðir.

Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Geislavarna: https://gr.is/namskeid/