Geislavarnir ríkisins (Gr) halda reglulega námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn geislatækja og geislavirkra efna. Miðað er við að nýir ábyrgðarmenn vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna í læknisfræði sæki slíkt námskeið a.m.k. einu sinni og það sama gildir um ábyrgðarmenn skermaðra röntgentækja og lokaðra geislalinda í iðnaði.

Tvö námskeið verða haldin í mars, annað er fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn lokaðra geislalinda og hitt er fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn röntgentækja í læknisfræði.

Námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn lokaðra geislalinda verður haldið 17. mars

Námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn röntgentækja í læknisfræði verður svo haldið 19. mars.

Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðin eru á vef Gr, sjá hér.