Samkvæmt lögum og reglugerðir um geislavarnir eru gerðar miklar kröfur um menntun til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi þar sem notuð er jónandi geislun, sérstaklega í læknisfræði.

Tilnefning ábyrgðarmanna er háð samþykkir Geislavarna ríkisins og stofnunin ætlast til að ábyrgðarmenn haldi við menntun sinni og þekkingu meðal annars með því að sækja námskeið sem haldin eru reglulega.

Undanfarin ár hafa verið haldin námskeið fyrir ábyrgðarmenn röntgentækja og verður eitt slíkt haldið næsta fimmtudag.

Námskeiðið tekur einn dag og er eftirfarandi á dagskrá þess:

DAGSKRÁ

kl: 09:00 Námskeiðið sett

09:05 Söguleg þróun myndgerðar og geislavarna (30 mín -GE)

09:35 Líffræðileg áhrif geislunar. Grunnleiðbeiningar ICRP (45 mín – SEP)

10:20 Kaffi 10:40 Geislaeðlisfræði og geislaskammtar (45 mín -ÞS)

11:25 Tilurð röntgengeislunar og röntgentæki (35 mín – GE)

12:00 Hádegishlé 13:00 Lög nr. 44/2002 og reglugerðir (40 mín – ÞS)

13:40 Gæðastjórnun og gæðaeftirlit með röntgenbúnaði (30 mín – ÞS)

14:10 Röntgenmyndgerð (Conventional) (30 mín – GE)

14:40 Röntgenmyndgerð (Digital) (30 mín – GE)

15:10 Kaffi

15:30 Framkvæmd eftirlits GR með röntgenbúnaði (30 mín GE)

16:00 Verklegt – dreifigeislun og fl. (60 mín – ÞS/GE)

17:00 Umræður og námskeiðslok

 

Kennarar

GE – Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur

SEP – Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur

ÞS – Þorgeir Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur

 

Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þessu námskeiði eða öðrum námskeiðum Geislavarna er boðið að hafa samband við gr@gr.is

ÞS