Námskeið á vegum Geislavarna ríkisins

Geislavarnir ríkisins (GR) halda reglulega námskeið fyrir ábyrgðarmenn geislatækja og geislavirkra efna. Miðað er við að nýir ábyrgðarmenn vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna í læknisfræði sæki slíkt námskeið a.m.k. einu sinni og það sama gildir um ábyrgðarmenn skermaðra röntgentækja og lokaðra geislalinda í iðnaði.  

Kröfur til menntunar, þekkingar og reynslu ábyrgðarmanna taka mið af leiðbeiningum Evrópusambandsins, Alþjóðageislavarnaráðsins og Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sjá nánar í leiðbeiningar GR19:05 Kröfur til ábyrgðarmanna vegna notkunar geislatækja og geislavirkra efna.  

Einnig er miðað við að tæknimenn sem setja upp og gera við röntgentæki eða tæki sem innihalda geislalindir sæki námskeið stofnunarinnar.  

Næstu námskeið Staður Dagsetning Verð Skráning

Ábyrgðarmenn og tæknimenn: lokaðar lindir (geislalindir)

Nánari upplýsingar

FRESTAÐ 23.500
FRESTAÐ

Ábyrgðarmenn og tæknimenn: röntgentæki í læknisfræði

Nánari upplýsingar

FRESTAÐ 23.500
FRESTAÐ

Ábyrgðarmenn og tæknimenn: skermuð röntgentæki

Nánari upplýsingar

Áætlað 2020 23.500
Skráning

 

Önnur námskeið og fræðslufyrirlestrar eru haldin í samræmi við eftirspurn, oft í samvinnu við stofnanir/fyrirtæki þar sem jónandi geislun er notuð.  Fyrirspurnir vegna námskeiða eða óskir um fræðslu má senda á namskeid@gr.is .