Ábyrgðarmenn og tæknimenn; skermuð röntgentæki 

Á námskeiði fyrir tæknimenn og ábyrgðarmenn vegna skermaðra röntgentækja eru efnistök í stórum dráttum eftirfarandi: 

Almennur grunnur geislavarna, líffræðileg áhrif jónandi geislunar og geislaálag starfsmanna sem vinna með skermuð röntgentæki. Kynning á gerð og notkun röntgentækja í iðnaði og við öryggisgæslu og nauðsynlegum mælibúnaði. Lagaumhverfi; skyldur og hlutverk leyfishafa, ábyrgðarmanna, tæknimanna og notenda. Eftirlit með notkun tækja og áherslur í starfsemi Geislavarna ríkisins hverju sinni. 

Efni námskeiða fer eftir því hvaða starfsemi ábyrgðarmenn/tæknimenn tengjast og er enn fremur lagað að þátttakendum hverju sinni, enda getur verið um breiðan hóp að ræða.   

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að:   

  • þekkja lög og reglugerðir um geislavarnir
  • vera meðvitaðir um skyldur sínar
  • hafa lágmarksþekkingu á vörnum gegn jónandi geislun
  • þekkja áherslur Geislavarna ríkisins varðandi þá starfsemi sem þeir tengjast   

Lengd námskeiðs er um 5 klukkustundir