Ákveðið hefur verið að hækka viðbúnaðarstig innan Geislavarna ríkisins vegna COVID-19 frá og með næsta mánudegi.  Markmið aðgerðanna er að tryggja órofna starfsemi stofnunarinnar.

Breytingar á skipulagi sem þessar aðgerðir hafa í för með sér gera það að verkum að fresta þarf öllum námskeiðum á vegum stofnunarinnar um óákveðinn tíma.