Nýlega birtust í tímaritunu British Journal of Cancer, niðurstöður úr alþjóðlegum rannsóknum á sambandi milli langtímanotkunar á farsímum og hættu á myndun acoustic neuroma (hjúpæxli heyrnartaugar) sem er sjaldgæft góðkynja æxli í heyrnartaug.

Rannsóknin er hluti af alþjóðlega rannsóknarverkefni: INTERPHONE. Rannsóknin var gerð í sex löndum: Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi en í öllum þessum löndum hófst notkun farsíma tiltölulega snemma.

Ekki fannst marktæk aukning æxla í heyrnartaug hjá þeim sem notað höfðu farsíma skemur en 10 ár. Ekkert samband fannst milli heildarfjölda símtala eða lengd símtala. Rannsóknin útilokar hinsvegar ekki að aukin áhætta geti fylgt notkun í lengri tíma en 10 ár. Áður hefur á vefsíðum Geislavarna verið sagt frá niðurstöðum í sænskum hluta rannsóknarinnar, haustið 2004 um að samband gæti verið á milli notkunar farsíma í meira en 10 ár og aukningar í áhættu á  myndun acoustic neuroma.

Geislavarnir ríkisins telja að enn ríki óvissa um hugsanleg langtímaáhrif farsímanotkunar og telja því að notendur farsíma eigi að forðast óþarfa geislun frá þeim þegar það er hægt með lítilli fyrirhöfn. Þetta er m.a hægt með eftirfarandi:

  • Með því að nota handfrjálsan búnað
  • Með því að halda farsíma ekki upp við líkamann þegar talað er í hann
  • Forðast ber að halda höndum utan um loftnet símans
  • Tala sem minnst í farsíma þar sem fjarskiptaskilyrði eru slæm
  • Nota  ytra loftnet á bíl fyrir farsíma

Tenglar: