Í dag, 25. janúar voru send út til umsagnar drög að nýrri reglugerð um geislavarnir í Noregi þar sem m.a. er gert ráð fyrir banni við notkun einstaklinga yngri en 18 ára á ljósabekkjum hjá sólbaðsstofum.

Á Íslandi tók sams konar bann gildi 1. janúar 2011. Meðal þjóða í Evrópu sem hafa stigið þetta skref eru Frakkar og Þjóðverjar.

Í þessum drögum að norskri reglugerð eru settar fram kröfur til starfsmanna á sólbaðsstofum. Þeir eiga meðal annars að geta frætt viðskiptavini um þá heilsufarsáhættu sem fylgir notkun ljósabekkja. Það er þessi áhætta hjá ungu fólki sem er ástæða bannsins.

Umsagnarferlinu lýkur 25. apríl 2011.

Þetta kemur fram á vefsíðu ráðuneytis heilbrigðismála í Noregi.

ÞS