Norræna geislavarnafélagið (NSFS) heldur ráðstefnu í Finnlandi næsta sumar.  Ráðstefnan er haldin rétt fyrir utan Helsinki í Hanaholmen 10. – 14. júní 2019.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Next level in radiation protection“ og tekið er á móti ágripum til kynningar á ráðstefnunni til 31.  janúar 2019.

Norræna geislavarnafélagið lætur sig varða öll svið geislavarna og á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um nýjar aðferðir og tækni, réttlætingu, notkun í læknisfræði, rannsóknir á sviði geislavarna og kjarnöryggis, meðhöndlun geislavirks úrgangs, geislavistfræði og viðbúnað vegna geislavár.

Hér má finna ýmsar nánari upplýsingar.