Norrænar geislavarnastofnanir halda fund um ljósabekki og húðkrabbamein þann 5. nóvember í Reykjavík. Á fundinum verður meðal annars fjallað um faraldsfræði húðkrabbameina og niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að notkun ljósabekkja auki hættu á húðkrabbameinum. Einnig verður fjallað um staðlamál og samræmingu regluverks hvað varðar notkun ljósabekkja. Í því sambandi er einkum horft til þess með hvaða hætti megi draga úr og helst koma í veg fyrir að börn og unglingar undir lögaldri stundi ljósabekki vegna skaðlegra áhrifa sem fram geta komið áratugum síðar.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins