Í sumar gáfu Samtök evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) út sameiginlega afstöðu til notkunar færanlegra handröntgentækja við tannlækningar. Afstaðan, sem var birt 7. júlí sl. á vefsetri samtakanna, snýr að réttlætingu á notkun færanlegra handröntgentækja við tannlækningar (e. handheld portable dental x-ray equipment) fremur en að notuð séu hefðbundin tannröntgentæki.

Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að ráðið sé frá notkun á slíkum búnaði nema við sérstakar aðstæður þar sem erfitt er að koma við notkun á hefðbundnum tannröntgentækjum, svo sem á hjúkrunarheimilum og stofnunum fyrir aldraða og fatlaða og við réttartannlæknisfræði.

Frekari upplýsingar veitir Guðlaugur Einarsson.

 

Eldri fréttir frá HERCA á vefsetri Geislavarna eru t.d.:

18.09.2014: Geislavarnir við dýralækningar í Evrópu

12.08.2014:  HERCA: Nýjar leiðbeiningar um réttlætingu læknisfræðilegra rannsókna þar sem notuð er jónandi geislun

30.06.2014: Samstarf geislavarnayfirvalda og iðnfyrirtækja í Evrópu

23.06.2014 : Sigurður M. Magnússon áfram formaður HERCA

10.07.2013 : Ný skýrsla frá Samtökum evrópskra geislavarnastofnana um samræmingu viðbragða við geislavá

27.06.2013 : Stjórn Samtaka evrópskra geislavarnastofnana fundar á Íslandi

07.05.2013 : Fundur í evrópskum vinnuhóp um læknisfræðilega notkun jónandi geislunar