Frá árinu 2004 hefur notkun Íslendinga á ljósabekkjum verið könnuð árlega með síma- og netkönnunum. Í fyrra sögðust 11% aðspurðra hafa notað ljósabekki en 12% nú sem er nánast sama talan.

Niðurstöður úr könnunum undanfarinna ára koma fram á þessari mynd:

Notkun ljósabekkja frá 2004

Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri sem fóru í ljósabekk síðustu 12 mánuði

Eins og í fyrra var spurt hvort viðkomandi hefði brunnið af völdum sólar eða ljósabekkja á síðastliðnum 12 mánuðum. Með bruna er átt við að roði myndist á húð ásamt því að sviði sé til staðar. Í fyrra sögðust 73% þeirra sem svöruðu ekki hafa brunnið en nú var talan 72%. Samkvæmt þessu eru fáir Íslendingar sem hafa brunnið miðað við sams konar tölur í erlendum rannsóknum. Munurinn á bruna eftir því hvort fólk hefur farið í ljós eða ekki var ekki marktækur.