Í kjölfar hryðjuverkaárásana á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001 hafa flestar þjóðir heims hert á öllum viðbúnaði vegna hugsanlegra hryðjuverka með geislavirk efni.

Í júní 2003 setti ICRP saman starfshóp til þess vinna að leiðbeiningum um geislavarnir í kjölfar hryðjuverks þar sem notuð hafa verið geislavirk efni. Markmið var að safna saman áreiðanlegum upplýsingum um þær ráðleggingar sem þegar eru til um einstaka þætti og veita leiðbeiningar um viðbótar aðgerðir sem þörf er á vegna viðbúnaðar og viðbragða í slíkum tilfellum.

[Tenging]