Aðeins 13% Íslendinga eldri en 18 ára sögðust nota ljósabekki samkvæmt nýrri könnun Capacent.
Frá árinu 2004 hefur notkun Íslendinga á ljósabekkjum verið könnuð árlega með síma- og netkönnunum. Þessar kannanir hafa verið gerðar að vori og hafa miðað við 16 ára og eldri. Á þessu árið hefur verið miðað við 18 ára og eldri og spurt var bæði að vori og hausti. Í vor sögðust 15% hafa notað ljósabekki síðustu 12 mánuði en nú í haust var hlutfallið aðeins 13%.
Niðurstöður úr könnunum undanfarinna ára koma fram á meðfylgjandi grafi:
Allar tölur eru frá vori viðkomandi árs nema síðasta talan er frá hausti 2012.
Samkvæmt könnunum fyrri ára virðist notkun Íslendinga á ljósabekkjum hafa verið meiri en hjá flestum öðrum þjóðum. Hugsanlega er að verða breyting á því nú, samanber að árið 2008 sögðust 18,5% Svía hafa notað ljósabekk síðustu 12 mánuði. Kannanir sem gerðar hafa verið í Svíþjóð 2005-2008 miða einnig við 18 ára og eldri. Sjá:
Eins og í vor sögðust aðeins um 1% þátttakenda fara oftar en mánaðarlega í ljós, sjá frétt 5. maí, sjá frétt Geislavarna ríkisins frá 5. maí: /frettir/nr/525
Unnið er að könnun meðal íslenskra ungmenna á aldrinum 12-23 ára og er von á niðurstöðum næstu vikur.
ÞS