Heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð nr. 171/2021 sem kveður á um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja. Með nýju reglugerðinni eru settar skýrar kröfur um menntun þeirra sem heimilt er að nota þessi tæki, meðal annars við fegrunaraðgerðir. Enn fremur er skýrt kveðið á um aðkomu og ábyrgð læknis, hvort sem um er að ræða læknisfræðilega notkun þessara tækja eða notkun þeirra í fegrunarskyni. 

Nýja reglugerðin leysir af hólmi eldri reglugerð um sama efni nr. 1339/2015. Ákveðið var að ráðast í heildarendurskoðun hennar með það að meginmarkmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar sem sækja sér meðferð í fegrunarskyni verði fyrir skaða vegna notkunar öflugra leysa, öflugra leysibenda og IPL-tækja. 

Sjá nánar á vef Heilbrigðisráðuneytisins. 

Fræðsluefni um leysa er á vef Geislavarna.  

Reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum og hefur þegar tekið gildi.