icrp_logoNýlega komu út tvö ný leiðbeiningarit frá Alþjóðageislavarnaráðinu (ICRP, International Commission on Radiological Protection), annars vegar rit nr. 129, Geislavarnir við notkun sérhæfðra tölvusneiðmyndatækja (e. Radiological Protection in Cone Beam Computed Tomography) og hins vegar rit nr. 128, Geislaálag sjúklinga í kjarnlæknisfræði (e. Radiation Dose to Patients from Radio­pharma­ceuticals: a Compendium of Current Information Related to Frequently Used Substances).

Fyrra ritið fjallar um geislavarnir við notkun svokallaðra CBCT röntgentækja sem hafa rutt sér til rúms innan myndgreiningar á röntgendeildum, við geislameðferð, við hópleit vegna brjóstakabbameins, hjá tannlæknum og víðar. Í ritinu er farið yfir helstu atriði sem snúa að öllum hliðum þessarar notkunar, réttlætingu rannsókna og notkunar, bestun aðferða og skráningu geislaálags sjúklinga. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu hér.

Seinna ritið fjallar um geislaálag vegna geislavirkra efna sem notuð eru í kjarnlæknisfræði. Í þessu riti er fjallað um hlutgeislaálag og geislaálag þeirra efna sem algengust eru í kjarnlæknisfræðinni, ásamt leiðbeiningum um það hvernig meta skuli geislaálag sjúklinga út frá styrk þess efnis sem gefið er. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu hér.