Samkvæmt lögum um geislavarnir (44/2002) og reglugerð um hámörk geislunar starfsmanna og almennings vegna starfsemi þar sem notuð er jónandi geislun (627/2003), hafa Geislavarnir ríkisins eftirlit með geislaálagi þeirra sem vinna við jónandi geislun. Eftirlitið er framkvæmt með mælifilmum sem starfsmenn bera í 2 mánuði í senn. Í skýrslunni koma fram hóp- og meðalgeislaálag allra starfsmannahópa og samanburður gerður við niðurstöður síðustu ára.

Helstu niðurstöður eru þær að á árinu 2006 báru 529 einstaklingar mælifilmur frá stofnuninni og mældist geislun hjá 113 þeirra (21,4%). Meðal- og hópgeislaálag starfsmanna er nokkuð stöðugt á milli ára. Hópgeislaálag er margfeldi af meðalgeislaálagi starfsmanna og fjölda þeirra. Þess má geta að hópgeislaálagið fyrir 2006 var um 0,103 mannSv, sem samsvarar t.d. um 10 tölvusneiðmyndarannsóknum af kviðarholi.

Skýrslan er aðgengileg á vefsetri stofnunarinnar