Samkvæmt lögum um geislavarnir (44/2002) og reglugerð um hámörk geislunar starfsmanna og almennings vegna starfsemi þar sem notuð er jónandi geislun (627/2003), hafa Geislavarnir ríkisins eftirlit með geislaálagi þeirra sem vinna við jónandi geislun. Eftirlitið er framkvæmt með mælifilmum sem starfsmenn bera í 2 mánuði í senn. Í skýrslunni kemur fram meðalgeislaálag allra starfsmannahópa og samanburður við niðurstöður síðustu ára.

Helstu niðurstöður eru þær að á árinu 2007 báru 550 einstaklingar mælifilmur frá stofnuninni og mældist geislun hjá 166 þeirra (30,1%). Meðalgeislaálag starfsmanna er nokkuð stöðugt á milli ára. Á árinu 2007 var meðalgeislaálag þeirra starfsmanna sem urðu fyrir geislun við störf sín um 0,56 mSv en var um 0,73 mSv á árinu 2006. Til samanburðar má geta þess að árleg bakgrunnsgeislun á Íslandi er um 1.2 mSv. Hópgeislaálag, sem er margfeldi af meðalgeislaálagi starfsmanna og fjölda þeirra, reyndist vera um 0,103 mannSv á síðasta ári en var um 0,124 mannSv á árinu 2006.

Skýrslan er aðgengileg hér (pdf skjal beint 450 KB)

GE