Skýrsla UNSCEAR fyrir árið 2016 er komin út. UNSCEAR er Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um áhrif kjarnorkugeislunar (United Nations Scientific Committee on the Effects of Atomic Radiation).

Í skýrslunni er m.a. lýsing á aðferðafræði UNSCEAR við mat á geislaskömmtum vegna raforkuframleiðslu. Einnig er fjallað um rannsókn þar sem sama aðferðafræði var notuð til að meta geislaskammta vegna raforkuframleiðslu ársins 2010. Í skýrslunni er einnig lagt mat á líffræðileg áhrif svokallaðrar innri uppsprettu geislunar. Þar er áherslan á þrívetni annars vegar og samsætur úrans hins vegar.

Við mat á geislaskömmtum almennings vegna raforkuframleiðslu var aðallega litið til raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis annars vegar og með nýtingu kjarnorku hins vegar. Tekið var tillit til allra helstu skrefa raforkuframleiðslunnar, frá námugreftri til notkunar eldsneytis og frágangs aukaafurða. Einnig var litið til nýtingar vind-, sólar- og jarðavarmaorku, en þessar aðferðir voru ekki skoðaðar jafn grannt og hinar fyrrnefndu.

Niðurstaða UNSCEAR var sú að sá geislaskammtur sem almenningur verði fyrir á ársgrundvelli vegna raforkuframleiðslu sé mjög lítill, eða talsvert innan við 1% af náttúrlegri bakgrunnsgeislun. UNSCEAR komst einnig að þeirri niðurstöðu að helmingur geislaskammts almennings vegna raforkuframleiðslu væri vegna bruna jarðefnaeldsneytis, entæpur fimmtungur hans væri vegna notkunar kjarnorku. Þetta skýrist meðal annars af því að u.þ.b. 40% af allri raforku heimsins eru framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis, en aðeins13% með kjarnorku.

Áhugasamir geta nálgast skýrsluna á PDF formi hér.
Einnig er hægt að nálgast formlega fréttatilkynningu UNSCEAR hér.